Bíltölvur og skjáir

Leiðir ehf bjóða fjölbreytt úrval bílatölva og snertiskjáa. Auk þeirra eru ýmsir aukahlutir í boði, svo sem GPS móttakarar og bakkmyndavélar.

Það er þrennt sem eykur öryggi þegar notkun fast ísettrar snertiskjátölvu er borin saman við ferðatölvur:

 • Borð undir ferðatölvur eru oddhvöss og skapa hættu auknum meiðslum við árekstur.
 • Líknarbelgir skapa aukna hættu og þá þarf að taka úr sambandi.
 • Snertiskjáir losa notendur frá því að greina staðsetningu músarbendils áður en hann er fluttur til og minnka verulega þá athygli sem tölvunotkunin tekur.

Snertiskjáirnir tengjast tölvunum með VGA tengi (skjámyndin) og USB tengi (snertiskjárinn). Til viðbótar hafa flestar tölvurnar fleiri skjátengi, oft kölluð sjónvarpstengi. Þar er um að ræða composite video (gerð tengis kallað RCA) og einnig S-Video. In-Dash og Morex tölvurnar geta notað VGA skjátengið sem aðalskjá og hin skjátengin sem aukaskjá með öðru innihaldi.

Skjáirnir hafa flestir VGA tengi og 2 composite video tengi og geta þannig tengst tölvu og 2 baksýnismyndavélum. Myndgjafinn er valinn á skjánum sem er þýðingarmikið því þannig er hægt að velja mynd af baksýnismyndavél á skjáinn óháð því hvaða forrit eru í gangi á tölvunni.

Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi. Til dæmis er hægt að fella skjái inn í mælaborð eða loftklæðningu. Auk þess eru í boði tölvur sem passa í venjuleg DIN útvarpshólf í bílum, og eru búnar innbyggðum skjáum sem má draga út.

Tölvurnar eru útbúnar eftir þörfum viðskiptavina. Nokkrir helstu möguleikar eru:

 • Stýrikerfi Windows XP Home eða Windows XP Pro. Eldri stýrikerfi eru einnig í boði.
 • Sveigjanleg uppsetning á innra minni og harðdiskum eftir þörfum hvers og eins.
 • Nettengingar, Ethernet 10/100, þráðlaust Ethernet og Bluetooth.
 • DVD geisladrif til að lesa og jafnvel einnig skrifa gögn á diskana.
 • Skjátengingar VGA, Composite og S-Video.
 • Jafnstraums spennugjafar, tengjast beint við 12V rafkerfi -

Jaðartæki í boði:

 • Snertiskjáir.
 • GPS staðsetningartæki (Serial & USB tengd).
 • Lyklaborð.
 • Baksýnis myndavélar, tengdar með kapli eða þráðlausar.
 • Sjónvarps móttakarar.
 • Fleira og fleira.

Hafðu samband við sölumenn og þeir setja saman fyrir þig réttu lausnina, sniðna að þínum þörfum.

BiltolvuSchemaÞú ert hér: Forsíða » Vörur » Bíltölvur og skjáir

Leiðir Verkfræðistofa ehf | Suðurhlíð 35 | 105 Reykjavík | Sími: 568 8600 | Fax: 568 8601 | Netfang: leidir@leidir.is