Hita-síritar

Hita síriti, hvar sem er – hvenær sem er!

Leiðir ehf bjóða nú búnað til að skrá hitaferil sjávarfangs, frá veiðum til vinnslu, og áfram þar sem það á við. Upplýsingarnar eru svo birtar í líkingu gæðaskýrslu á tölvutæku formi sem auðvelt er að senda manna á milli.

Hitamælingar sem slíkar eru ekki nýjar af nálinni, ekki einu sinni sískráningarnar. En þegar fram er komin markviss notkun hitamæla og líka búnaður sem gerir niðurstöðurnar að gögnum, lesanlegum sem gæðaskýrslu, þá má segja að nýtt hjálpartæki hafi komið fram.

Það byltingarkennda með þessari lausn er:

  • Endingargóðir og sterkir mælar sem þola þá meðferð sem verða vill.
  • Rafhlöður mælanna endast í allt að 10 ár.
  • Hugbúnaður sniðinn að þörfum fiskiðnaðarins.
  • Verð sem opnar ýmsar leiðir.

Mælarnir sjálfir sem aðeins eru 1,6 x 0,6cm að stærð vista rúmlega tvö þúsund mælingar. Þeir eru alveg þéttir, úr ryðfríu stáli og þola umhverfisáhrif mjög vel svo sem salt, högg o.fl.

Lausnin sem hér er kynnt miðar að því að auka verðmæti aflans, auka gæði hans með virku eftirliti ásamt því sem hægt er að staðsetja veika hlekki í umhirðu hans.

Thermotracer má skipta í tvennt, hitamæla, þann búnað sem notaður er til að fullkomna lausnina annarsvegar og hugbúnaðinn hinsvegar.

Mælarnir eru seldir í ýmsum útfærslum, bæði fyrir ferskfisk og frosna afurð. Hægt er að setja mælingu af stað með sérstöku tæki á stærð við eldspýtustokk. Annað tæki, jafn stórt, segir til um hvort skráður hitaferill á mæli hafi farið út fyrir gefin hættumörk.

Hugbúnaðurinn les svo mælingarnar af mælinum og birtir þær sem línurit. Hægt er að skoða afmarkaða hluta línuritsins með því að velja það svæði með músinni.

Með hugbúnaðinum er einfalt að forrita mælana, hættumörk, tíðni mælinga, upphafstíma og hvort halda skuli áfram að skrá mælingar (yfir elstu mælingarnar) þegar minnið er orðið fullt, komnar 2048 mælingar.

Hugbúnaðurinn sýnir einnig tíðnirit, hve oft ákveðið hitastig hafi komið fyrir, sem og viðvaranir, þ.e hvenær fór hitastig út fyrir hættumörk og hvenær fór það inn fyrir þau aftur. Að sjálfsögðu er svo hægt að skoða mælingarnar sem tölur í töflu, þetta á einkum við þá sem ætla að nota búnaðinn til rannsóknarstarfa.

Hér er PDF skjal með nákvæmri lýsingu og leiðbeiningum um virkni kerfisins

Hér fyrir neðan má sjá bækling sem sýnir notkunarferil búnaðarins, frá veiðum til vinnslu.

Forsíða og bakhlið bæklings. Smelltu á myndina til þess að stækka hana.

Forsíða og bakhlið bæklings. Smelltu á myndina til þess að stækka hana.

Miðopna bæklings. Smelltu á myndina til þess að stækka hana.

Miðopna bæklings. Smelltu á myndina til þess að stækka hana.Þú ert hér: Forsíða » Vörur » Hita-síritar

Leiðir Verkfræðistofa ehf | Suðurhlíð 35 | 105 Reykjavík | Sími: 568 8600 | Fax: 568 8601 | Netfang: leidir@leidir.is