Sjálfvirkar prentlausnir

Leiðir býður upp á fjölbreyttar lausnir fyrir sjálfvirka kvittanaprentun.

Tveir flokkar af prenturum eru í boði:

  • Prentari án geymsluhólfs. Kvittanastrimill er prentaður út úr prentaranum og strimillinn er að lokum klipptur.
  • Prentari með geymsluhólfi. Prentari prentar kvittanastrimil, klippir því næst strimilinn og afhendir hann að lokum til viðskiptavinar.

Prentarar með geymsluhólfi eru að öllu jöfnu dýrari en þeir fyrrgreindu en koma hins vegar í veg fyrir að viðskiptavinur geti togað í strimilinn áður en búið er að prenta hann eða klippa. Dæmigerð ending á hverri kvittanarúllu er 400-800 kvittanir.

Leiðir hefur mikla reynslu af að sníða prentara i mismunandi hýsingar. Verð og efnisval hýsinga er ákvarðað miðað við vinnuumhverfi hvers prentara fyrir sig.

Ryðfrí prentarahýsing. Mynd 1
Ryðfrí prentarahýsing. Mynd 1

Ryðfrí prentarahýsing. Mynd 2

Ryðfrí prentarahýsing. Mynd 2

Ryðfrí prentarahýsing. Mynd 3
Ryðfrí prentarahýsing. Mynd 3
Ryðfrí prentarahýsing. Mynd 4

Ryðfrí prentarahýsing. Mynd 4Þú ert hér: Forsíða » Vörur » Sjálfvirkar prentlausnir

Leiðir Verkfræðistofa ehf | Suðurhlíð 35 | 105 Reykjavík | Sími: 568 8600 | Fax: 568 8601 | Netfang: leidir@leidir.is