Örmerkingar

Leiðir Verkfræðistofa hefur víðtæka þekkingu og reynslu af örmerkingu verðmæta sem eru í krefjandi umhverfi, t.d. örmerkingu gáma og fiskikara.

Tilgangur örmerkingar fiskikara er að:lyftari

 • Rekja feril kara:
  • Kör leigð út til fiskiskipa.
  • Kör leigð út til kaupenda á fiskmörkuðum.
  • Kör leigð til erlendra kaupenda fersks fisks.
  • Kör sem skilað er til eiganda, oft safnað saman af fiskflutningabílum.
 • Rekja feril á innihaldi karanna:
  • Tegund, stærðarflokkur, gæðaflokkur, magn og fleiri atriði eru skráð fyrir hvert kar um borð í fiskiskipi.
  • Gögnin eru kölluð fram þegar auðkennt kar er lesið í fiskmarkaðinum. Löggilt vikt skráð til viðbótar.
  • Afhending í flutningabíl staðfest með lestri örmerkis.
  • Afhending til fiskvinnslu staðfest með lestri örmerkis.
  • Þegar fiski karsins er ráðstafað í vinnslu er skráningin sem tengd er karinu lögð til grundvallar rekjanleika framleiðslu fiskvinnslunnar.

Örmerkjatæknin

 • Körin eru auðkennd rafrænt með örmerki sem komið er fyrir við efri brún kars. Staðsetningin er auðkennd með merki úr skærum lit.KoriLest
 • Örmerkin eru án rafhlöðu sem skilar ótakmörkuðum líftíma.
 • Tæknin heitir “Dual Frequency” og kemur frá fyrirtækinu iPico sem þróar örmerkin í Suður Afiríku og langdrægu lesarana í Ástralíu.
 • Nafnið helgast af því að tæknin notar lága tíðni (125KHz) til að senda orku til örmerkisins og hærri tíðni (7MHz) til að senda örmerkið hratt og örugglega til baka.

Útfærsla

Í fiskiskipinu er notuð vatnsþétt handtölva með skammdrægum örmerkjalesara til að skrá númer karsins þegar það er fyllt með fiski.

Ef skipið er útbúið flokkara þá les handtölvan upplýsingarnar frá flokkaranum og skilar til baka að hann megi tæma úr hólfinu í karið. Að öðrum kosti eru gögn um fiskinn handskráð á handtölvuna.

Gögnunum er síðan miðlað til lands og aflanum ráðstafað samkvæmt þeim. Þegar karið kemur síðan í fiskmarkaðinn þá eru örmerkin lesin jafnskjótt og lyftari lyftir upp körunum. Lyftaratölvan flettir upp skráningunni sem upphaflega var skráð í fiskiskipinu og löggildri vikt er bætt við skráninguna, t.d. með löggildri gaffalvog sem byggð er inn í gaffla lyftarans. Sami tölvubúnaður skráir síðan þegar karið er sett á bíl að uppboði og sölu lokinni.

Fiskflutningabíl notar handtölvu til að staðfesta móttöku kara sem hlaðið er þar sem lyftari með örmerkjalesara er ekki fyrir hendi. Afhendingar eru skráðar á sama hátt. Skráningarnar eru sendar með GSM/GPRS sambandi til Íslandsmarkaðs.

Lyftarar fiskmarkaðanna hafa eftirfarandi búnað:

 • Loftnet fest á mastur lyftarans sem les samtímis örmerki fjögurra kara.
 • Valkostur er löggild vog innbyggð í gafflana.
 • Vatnsþéttur snertiskjár í mælaborði lyftarans.
 • Tölva í þráðlausu sambandi við upplýsingakerfi fiskmarkaðanna.
 • Skráningarforrit sem lagað er að vinnuferli fiskmarkaðanna.

FaeribandLestÞú ert hér: Forsíða » Vörur » Örmerkingar

Leiðir Verkfræðistofa ehf | Suðurhlíð 35 | 105 Reykjavík | Sími: 568 8600 | Fax: 568 8601 | Netfang: leidir@leidir.is