Hleðslustöðvar fyrir rafbíla

Leiðir verkfræðistofa býður hraðhleðslustöðvar með hleðsluhraða allt að 150kW. Hleðslustöðvarnar hafa yfirburða þéttleika og áreiðanleika fyrir íslenskar aðstæður og hlaða allar gerðir rafbíla og tengiltvinnbíla.

Delta hraðhleðslustöðvar

Rafhlöður nýrra rafbíla stækka með hverju árinu sem gerir kröfur um hraðari hleðslu. Delta býður næstu kynslóð hraðhleðslustöðva sem bjóða upp á framúrskarandi hleðsluhraða og sveigjanleika. Delta hraðhleðslustöðvarnar hlaða allt að þrefalt hraðar en hefðbundin hraðheðslustöð, en henta samt sem áður bæði fyrir núverandi rafbíla sem og rafbíla framtíðarinnar.

 • DC hraðhleðsla: hleður tvo bíla í einu, aflið er 60kW-150kW, stækkanlegt eftir þörfum, aflið deilist milli bílanna.
 • AC millihleðsla: hleður tvo bíla í einu, annan bílinn á 43kW og hinn bílinn á 22kW
 • Hleður allt að 4 bíla í einu, með heildarafl allt að 215kW
 • Hleður allar gerðir rafbíla og tengiltvinnbíla
 • Hitaþol: -25°C til +45°C
 • Þéttleiki: IP55
 • Þriggja ára ábyrgð frá framleiðanda
 • Hleðslustöðvarnar eru afhentar með öllum vélbúnaði fyrir samskipti við rekstrarkerfi, t.d. frá Ísorku og Orku Náttúrunnar.
 • Fáanlegar eru ákeyrsluvarnir og veðurskýli með hleðslustöðvunum.

Tæknilýsing framleiðanda | Delta kynningarblað | Delta kynning

Delta hleðslustöð hraðhleður 2 bíla í einu

Hyundai Ioniq hlaðinn með Delta hleðslustöð

Tritium Veefil hraðhleðslustöðvar

Veefil stöðvarnar eru notaðar af nokkrum stærstu rekstraraðilum hleðslustöðva. Þar má nefna Chargepoint sem rekur stærsta hleðslustöðvanet í Bandaríkjunum. Einnig hafa stórir rekstraraðilar í Noregi valið Vefill hleðslustöðvarnar, t.d. Fortum. Helstu styrkleikar Tritium hleðslustöðvanna er mikill áreiðanleiki og lágur rekstrarkostnaður.

 • Afl: 25kW eða 50kW DC hraðhleðsla, valkvætt 43kW AC
 • Hleður allar gerðir rafbíla
 • Hleður 1 bíl í einu
 • Aðeins 170kg -> minni undirstaða og jarðvinna
 • Hitaþol: -20°C til +50°C
 • Þéttleiki: IP65
 • Þriggja ára ábyrgð frá framleiðanda
 • Hleðslustöðvarnar eru afhentar með öllum vélbúnaði fyrir samskipti við rekstrarkerfi, t.d. frá Ísorku og Orku Náttúrunnar.
 • Fáanlegar eru ákeyrsluvarnir og veðurskýli með hleðslustöðvunum.

Tæknilýsing framleiðanda | Tritium Veefil kynningarblað

  Þjónusta

  Leiðir verkfræðistofa býður hvers konar ráðgjöf er viðkemur hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Einnig getur Leiðir séð um uppsetningu á hleðslustöðvum, jarðvinnu, malbiksmálun, skiltagerð og heildarfrágang.Þú ert hér: Forsíða » Vörur » Hleðslustöðvar fyrir rafbíla

Leiðir Verkfræðistofa ehf | Suðurhlíð 35 | 105 Reykjavík | Sími: 568 8600 | Fax: 568 8601 | Netfang: leidir@leidir.is