Um okkur

Leiðir verkfræðistofa ehf. er lausnafyrirtæki með aðaláherslu á sjálfvirka skráningu.

Leiðir selja og þjónusta ólíkar tölvulausnir á mörgum sviðum. Helst ber að nefna:

 • Bílatölvur, snertiskjái, baksýnismyndavélar og fylgihluti.
 • Snertiskjátölvur með vatnsheldum snertiskjá framleiddar af Leiðum. Dæmi um notkunarsvið er blautt umhverfi í fiskvinnslu og bílaísetningar.
 • Pökkunarvogir fyrir saltfiskpökkun. Notendur voru Vísir í Grindavík, Búlandstindur á Djúpavogi, Fjölnir á Þingeyri og SÍF í Fornubúðum, Hafnarfirði.
 • Framleiðslubókhald sem notað var af Vísi í Grindavík.
 • Vogir fyrir gaffallyftara frá Ravas .
 • Vogir fyrir hjólaskóflur og krana frá Tamtron (dæmi um notanda eru Íslenskir Aðalverktakar).
 • Upplýsingastanda frá Power-Kiosk.
 • Hitarita, Thermotracer til að skrá hitaferla vöru svo sem sjávarfangs.
 • Örmerkingar fiskikerja
 • Sorphirðuskráningarkerfi frá Botek. Notendur Reykjavíkurborg og Gámaþjónustan.
 • Móttökukerfi fyrir sorpmóttökustöðvar. Notandi er Sorpurðun Vesturlands í Fíflholti á Mýrum. Einnig þjónusta Leiðir móttökukerfi Sorpu í Gufunesi og Álfsnesi.

Fleira mætti nefna, þótt fyrirtækið sé ungt skartar það árangursríkum ferli þar sem ánægðir viðskiptavinir eru í aðalhlutverki.

Starfsmenn Leiða eru:

Magnús Þór Karlsson, framkvæmdastjóri, vöruþróun og hugbúnaðargerð. Netfang: magnus hjá leidir.is

Hallbjörn Magnússon, Verkefnastjóri. Netfang: halli hjá leidir.is

Helgi Leifsson, Tölvunarfræðingur Msc. Netfang: helgi hjá leidir.is

Stefán Birnir Sverrisson, Rafmagns- og tölvuverkfræðingur Msc. Netfang: stefan hjá leidir.is

Einar Ársæll Hrafnsson, Rafeindavirkjameistari og diplóma í tölvunarfræði. Netfang: einar hjá leidir.is

Sigurjón Hjartarson, Verkefnastjóri MPM. Netfang: sigurjon hjá leidir.is

Leiðir ehf eru til húsa að Suðurhlíð 35, 105 Reykjavík.

Leiðir StaðsetningÞú ert hér: Forsíða » Um okkur

Leiðir Verkfræðistofa ehf | Suðurhlíð 35 | 105 Reykjavík | Sími: 568 8600 | Fax: 568 8601 | Netfang: leidir@leidir.is