Hleðslustöðvar

Chargemaster hraðhleðslustöðvar

Chargemaster hleðslustöðvarnar eru Breskar og eru útbreiddustu stöðvarnar í Bretlandi. Þær eru sérstaklega notendavænar og á hagstæðu verði. Chargemaster hleðslustöðvarnar hafa sannað gildi sitt við krefjandi aðstæður.

 • Afl: 25kW eða 50kW DC, 43kW AC
 • Hleður allar gerðir rafbíla
 • Hleður 1 bíl í einu
 • Hitaþol: -30°C til +50°C
 • Þéttleiki: IP54
 • Þriggja ára ábyrgð frá framleiðanda

Tæknilýsing framleiðanda

Chargemaster AC hleðslustöðvar

Nokkrar Chargemaster AC hleðslustöðvar hafa verið settar upp á Íslandi og hafa sannað gildi sitt við íslenskar aðstæður. AC hleðslustöðvar eru mun minni og ódýrari en hraðhleðslustöðvar en hleðsluhraði frá AC hleðslustöðvum er háður því hversu stórt hleðslutæki er í þeim rafbíl sem hleður. Falleg hönnun og slitsterkar hleðslustöðvar.

 • Afl: 3,5kW, 7kW 11kW eða 22kW AC
 • Hleður allar gerðir rafbíla og tengitvinnbíla
 • Hleður 1 eða 2 bíla í einu
 • Hitaþol: -20°C til +70°C
 • Þéttleiki: IP54
 • Fest á vegg eða sökkul

Tæknilýsing framleiðanda

Allar hleðslustöðvar

 • Allar hleðslustöðvar eru afhentar með örmerkjalesara, 3G/4G nettengingu og netþjóni sem styður OCPP. OCPP er samskiptastaðall hleðslustöðva sem gerir þeim kleift að hafa samskipti við greiðslukerfi og vöktunarkerfi frá þriðja aðila. Þetta þýðir að hægt er að skipta út hleðslustöðvum á hvaða tímapunkti sem er með öðrum hleðslustöðvum sem styðja OCPP. Hleðslustöðvarnar munu þá virka með því vöktunarkerfi og greiðslukerfi sem notað er fyrir.
 • Með hleðslustöðvum fylgja viðeigandi undirstöður, tenging við aflstreng og gangsetning.
 • Fáanlegar eru ákeyrsluvarnir og veðurskýli með hleðslustöðvunum.


Þú ert hér: Forsíða » Hleðslustöðvar

Leiðir Verkfræðistofa ehf | Suðurhlíð 35 | 105 Reykjavík | Sími: 568 8600 | Fax: 568 8601 | Netfang: leidir@leidir.is