Hleðslulausnir fyrir rafbíla

Leiðir verkfræðistofa er sölu- og þjónustuaðili rafbílahleðslustöðva sem og stoðkerfa fyrir hleðslustöðvar og býður þannig heildarlausn fyrir rekstaraðila hleðslustöðva. Hleðslustöðvarnar sem Leiðir býður eru samhæfðar öllum rafbílum. Hleðslustöðvarnar eru frá þekktum framleiðendum og hafa sannað gildi sitt við krefjandi aðstæður, t.d. í Noregi og Svíþjóð. Hleðslulausnir frá Leiðir verkfræðistofu henta fyrir t.d. verslanir, eldsneytisstöðvar, vinnustaði, gististaði og hótel.

Hleðslulausn

Greiðslukerfi.

Tekur við greiðslu frá viðskiptavini, þ.e. rafbílaeiganda. Greiðslumáti er að lágmarki hleðslulykill (snjallkort) og SMS. Áskriftarkort er borið að kortalesara til að hefja hleðslu, að því gefnu að notandi hafi þegar skráð kortið og tengt það við bankareikning eða greiðslukort. Einnig er hægt að hefja hleðslu með því að senda SMS í ákveðið númer, þá er greiðsla skuldfærð á símreikning viðskiptavinar. Rekstraraðili hleðslustöðvar getur fylgst með notkun og tekjuflæði á hleðslustöðvum í rauntíma í greiðslukerfi. Einnig er hægt að tengja hleðslustöðvar beint við greiðslukerfi viðskiptavinar.

Vöktunarkerfi

Leiðir vaktar virkni hleðslustöðvanna í rauntíma og bregst við hvers konar rekstrartrufulunum. Með hjálp vöktunarkerfis geta starfsmenn hjá Leiðir verkfræðistofu brugðist hratt og örugglega við bilunum til að lágmarka niðritíma hleðslustöðva og þannig hámarka gæði hleðsluþjónustunnar.

Vaktsími

Viðskiptavinir geta hringt í símþjónustu til að fá aðstoð við hleðslu eða tilkynna bilanir sem ekki eru fangaðar með vöktunarkerfi. Símsvörunarþjónustan er opin allan sólarhringinn og getur svarað algengustu spurningum frá notendum og brugðist við einföldum rekstrartruflunum, t.d. með endurræsingu hleðslustöðvar. Að öðrum kosti eru starfsmenn Leiðir verkfræðistofu kallaðir út til viðgerðar.

Dæmigert hleðsluferli

  • Rafbíll ekur að rafhleðslustöð. Farsíma app er notað til að staðsetja hleðslustöð
  • Forskráð áskriftarkort er borið að lesara á hleðslustöðinni
  • Notandi er auðkenndur í greiðslukerfi og hleðsla er heimiluð. Einnig er hægt að staðgreiða með því að senda SMS í ákveðið símanúmer
  • Bíl er stungið í samband og hleðsla hefst
  • Þegar notandi vill stöðva hleðslu er ýtt á takka á hleðslustöðinni, greiðsla fyrir hleðslu er þá gjaldfærð á reikning/greiðslukort notanda miðað við það orkumagn sem bíllinn var hlaðinn með. Ef staðgreitt er með SMS þá skuldfærist inn á símreikning notanda.
  • Notandi tekur bíl úr sambandi og ekur á braut


Þú ert hér: Forsíða » Hleðslulausnir fyrir rafbíla

Leiðir Verkfræðistofa ehf | Suðurhlíð 35 | 105 Reykjavík | Sími: 568 8600 | Fax: 568 8601 | Netfang: leidir@leidir.is