1. Maí 2017

Nýfluttir

Leiðir Verkfræðistofa er flutt í bæinn. Með 6 starfsmönnum var gamla húsnæðið orðið heldur þröngt og kominn tími á að fá nýtt útsýni. Nýjar höfuðstöðvar verkfræðistofunnar eru í Suðurhlíðum 35, 105 Reykjavík.

Suðurhlíð tilheyrir Hlíðunum í Reykjavík en nokkuð sér á báti. Oft er hverfið nefnt milli lífs og dauða vegna staðsetningar sinnar milli Borgarspítala og kirkjugarðarins í Öskjuhlíð.

Kíkið í kaffi til okkar í Suðurhlíð 35

Leiðir Staðsetning

Kort af Suðurhlíð 35

Sigurjón Hjartarson

Sigurjón er Verkefnastjóri MPM með reynslu úr bankageiranum og  kemur inní verkefnastjórn, vöru- og markaðsþróun.

Við bjóðum Sigurjón velkominn til starfa hjá Leiðir Verkfræðistofu.


Einar Ársæll Hrafnsson

Einar Ársæll Hrafnsson


Einar er rafeindavirki og diplom í tölvunarfræði. Einar mun taka að sér ýmis tilfallandi verkefni enda með víðtæka þekkingu og reynslu á vélbúnaði og hugbúnaðargerð.

Við bjóðum Einar velkominn til starfa hjá Leiðir Verkfræðistofu.

Leiðir verkfræðistofa er nú sölu- og þjónustuaðili rafbílahleðslustöðva sem og stoðkerfa fyrir hleðslustöðvar og býður þannig heildarlausn fyrir rekstaraðila hleðslustöðva. Hleðslustöðvarnar sem Leiðir býður eru samhæfðar öllum rafbílum. Hleðslustöðvarnar eru frá þekktum framleiðendum og hafa sannað gildi sitt við krefjandi aðstæður, t.d. í Noregi og Svíðjóð. Hleðslulausnir frá Leiðir verkfræðistofu henta fyrir t.d. verslanir, eldsneytisstöðvar, vinnustaði, gististaði og hótel.

Stefán er rafmagns- og tölvuverkfræðingur M.Sc. Stefán hefur yfirgripsmikla þekkingu á hleðslustöðvum og hleðslulausnum og mun vera í forsvari með hleðslulausnir fyrir hönd Leidir Verkfræðistofu. Stefán mun einnig taka að sér tilfallandi verkefni og verkstjórn eins og þurfa þykir.

Við bjóðum Stefán velkominn til starfa.


Hallbjörn Magnússon

Hallbjörn Magnússon


Hallbjörn hefur um árabil starfað með skráningarlausnir og tæknilegan vélbúnað. Hallbjörn mun hafa yfirumsjón með daglegum rekstri, skipulagningu og reikningagerð hjá Leiðir Verkfræðistofu. Hans starfskraftur er kærkomin viðbót í starfsemi fyrirækisins.

Við bjóðum Hallbjörn velkominn til starfa.


Helgi Leifsson

Helgi Leifsson


Helgi Leifsson tölvunarfræðingur MSc frá HR hefur bæst í hóp Leiða. Helgi hefur ára langa reynslu af rannsóknarstörfum í gervigreind og gagnagnótt (e. big data). Hjá Leiðir Verkfræðistofu mun hann sérhæfa sig í .NET hugbúnaðarlausnum.

Við bjóðum Helga velkominn til starfa.

Í dag hófst gjaldtaka á Geysissvæðinu. Þrátt fyrir að verkefnið hafi verið mjög umdeilt og fengið mikla umfjöllun þá hefur innleiðing gjaldtökukerfisins gengið mjög vel. Starfsmenn Leiða hafa unnið við aðlögun lausnir að starfsemi Landeigendafélagsinss í nánu samstarfi við starfsmenn.

Landeigandafélag Geysis getur fylgst með skráningum inn á svæðið með því að skoða færslusöfnun í miðlægum grunni sem ber heitið Álfheimar. Fyrirtækjum í ferðþjónustu og öðrum aðilum býðst að selja og dreifa miðum sem gilda sem aðgöngumiuðar inn á Geysissvæðið. Næstu skref verða sala miðum í gegnum net og farsíma.

Gullfoss Kaffi hefur nýlega tekið við rekstri á Sigríðarstofu. Sigríðarstofa var reist 1994 í minningu um Sigríði Tómasdóttir. Lausn Leiða nýtist sem sjálfsafgreiðslubúnaður til innheimtu á hóflegu gjaldi fyrir notkun salernisaðstöðu sem er í Sigríðarstofu. Leiðir er í viðræðum við aðila um svipaðar lausnir fyrir aðra ferðamannastaði.

Leiðir verkfræðistofa hefur flutt að Víkurhvarfi 5, 203 Kópavogur. Mikið útsýni er í Víkurhvarfinu til Esjunnar og niður í Elliðaárdalinn. Stærð húsnæðisins í Víkurhvarfi hentar vel fyrir núverandi starfsemi fyrirtækisins.

Eldri fréttir »

Leiðir Verkfræðistofa ehf | Suðurhlíð 35 | 105 Reykjavík | Sími: 568 8600 | Fax: 568 8601 | Netfang: leidir@leidir.is