Leiðir Verkfræðistofa ehf

Leiðir Verkfræðistofa ehf er lausnafyrirtæki með aðaláherslu á sjálfvirka skráningu.

Við seljum og þjónustum ólíkar tölvulausnir á mörgum sviðum. Helst ber að nefna:

  • Hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Leiðir selur hleðslustöðvar, sér um uppsetningu og veitir viðhaldsþjónustu.
  • Móttöku og skráningakerfi fyrir sorpmóttökustöðvar og efnissölur. Notendur eru Sorpa í Gufunesi og Álfsnesi, Reykjavíkurborg, Gámaþjónustan, Sorpurðun Vesturlands, Sorpsamlag Þingeyinga, Funi á Ísafirði, Gáma á Akranesi og Vatnsskarðsnámur.
  • Vogir í vinnuvélar og tæki s.s. lyftara, hjólaskóflur og bílvogir.
  • Handtölvur og söluhugbúnaður, t.d. fyrir flugfélög.
  • Snertiskjátölvur með vatnsheldum snertiskjá framleiddar af Leiðum. Dæmi um notkunarsvið er blautt umhverfi í fiskvinnslu og bílaísetningar.

Leiðir verkfræðistofa skartar árangursríkum ferli þar sem ánægðir viðskiptavinir eru í aðalhlutverki.Fréttir af starfi Leiða


Einar Ársæll Hrafnsson

Einar Ársæll Hrafnsson


Einar er rafeindavirki og diplom í tölvunarfræði. Einar mun taka að sér ýmis tilfallandi verkefni enda með víðtæka þekkingu og reynslu á vélbúnaði og hugbúnaðargerð.

Við bjóðum Einar velkominn til starfa hjá Leiðir Verkfræðistofu.

Leiðir verkfræðistofa er nú sölu- og þjónustuaðili rafbílahleðslustöðva sem og stoðkerfa fyrir hleðslustöðvar og býður þannig heildarlausn fyrir rekstaraðila hleðslustöðva. Hleðslustöðvarnar sem Leiðir býður eru samhæfðar öllum rafbílum. Hleðslustöðvarnar eru frá þekktum framleiðendum og hafa sannað gildi sitt við krefjandi aðstæður, t.d. í Noregi og Svíðjóð. Hleðslulausnir frá Leiðir verkfræðistofu henta fyrir t.d. verslanir, eldsneytisstöðvar, vinnustaði, gististaði og hótel.

Stefán er rafmagns- og tölvuverkfræðingur M.Sc. Stefán hefur yfirgripsmikla þekkingu á hleðslustöðvum og hleðslulausnum og mun vera í forsvari með hleðslulausnir fyrir hönd Leidir Verkfræðistofu. Stefán mun einnig taka að sér tilfallandi verkefni og verkstjórn eins og þurfa þykir.

Við bjóðum Stefán velkominn til starfa.


Hallbjörn Magnússon

Hallbjörn Magnússon


Hallbjörn hefur um árabil starfað með skráningarlausnir og tæknilegan vélbúnað. Hallbjörn mun hafa yfirumsjón með daglegum rekstri, skipulagningu og reikningagerð hjá Leiðir Verkfræðistofu. Hans starfskraftur er kærkomin viðbót í starfsemi fyrirækisins.

Við bjóðum Hallbjörn velkominn til starfa.


Helgi Leifsson

Helgi Leifsson


Helgi Leifsson tölvunarfræðingur MSc frá HR hefur bæst í hóp Leiða. Helgi hefur ára langa reynslu af rannsóknarstörfum í gervigreind og gagnagnótt (e. big data). Hjá Leiðir Verkfræðistofu mun hann sérhæfa sig í .NET hugbúnaðarlausnum.

Við bjóðum Helga velkominn til starfa.

Eldri fréttir »

Leiðir Verkfræðistofa ehf | Suðurhlíð 35 | 105 Reykjavík | Sími: 568 8600 | Fax: 568 8601 | Netfang: leidir@leidir.is